þriðjudagur, mars 03, 2009
Smámál
Tinna er hungruð og henni er líka kalt.
Illt í hálsinum og með örlítinn varaþurrk.
Skítugt hár en nennir ekki að þvo það.
Hún er löt og pirruð.
Og á bilaðan bakaraofn.
Mér leiðst að skafa af bílnum.
Mér leiðist enn meira að setja bensín á hann.
Og ég hef ekki þvegið hann í tvö ár.
Vinnan mín er frekar einmannaleg og leiðinleg.
Það er 38 karlmaður stanslaust að reyna við mig.
Mér finnst það ekki gaman lengur.
Ég keypti mér seinast föt í nóvember.
Það voru aðallega hlírabolir.
Hvítur hlírabolur.
Bleikur.
Svartur.
Og annar svartur.
Ég þori ekki í jaxlatöku og beilaði undir því yfirskini að ég ætti ekki efni á því.
Ég ætla ekki að kjósa og ég fylgist ekkert með þróun kreppumála.
Það er af því að mér er alveg sama um þetta.
Ég get ekki hætt að naga á mér neglunar.
Ég get heldur ekki hætt að reykja.
Það er af því að mig langar ekki til þess.
Í staðinn minnkaði ég bæði til þess að friða samviskuna.
Ég er í alvörunni pínulítið kvíðin fyrir því að klára Friends seríurnar.
Veit í hverju ég á að sóa lífinu eftir það.
Ég fæ harðsperrur af því að skúra.
Samt er ég bara frekar kát.
Svona á milli pirringa.
tisa at 15:24
0 comments